Leita
Stækka letur
Hlusta

Aðgerðaáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Sjá skjalasafn

Formáli

Öllum hlutaðeigandi aðilum sem starfa hjá eða nýta þjónustu NPA miðstöðvarinnar skal tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi í störfum sínum í tengslum við starfsemina líkt og segir til um í siðasáttmála NPA miðstöðvarinnar. Stjórn NPA miðstöðvarinnar og framkvæmdastjóri bera ábyrgð á aðgerðaáætlun og úrræðum fyrir hlutaðeigandi aðila, þ.e. verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur, aðstoðarfólk og starfsfólk skrifstofu.

Ég vil tilkynna atvik

Ef upp kemur atvik sem þú vilt ræða eða tilkynna getur þú farið inn á tilgreint svæði á netinu þar sem finna má siðasáttmála og aðgerðaáætlun, auk upplýsinga um helstu ferla sem málið er líklegt að fara í, sjá hér.

Sáttaleið ekki fær

Í sumum tilvikum er sáttaleið ekki fær. Þá eru í megindráttum eftirfarandi tveir kostir í stöðunni:

 1. Sum mál eru þess eðlis að NPA miðstöðin gæti talið sig hafa takmarkaða heimild til að taka ákvarðanir þar sem það samræmist ekki hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Í þeim tilvikum er engu að síður hægt að leita til NPA miðstöðvarinnar eftir samtali, aðstoð og ráðleggingum og einnig getur aðstoðarfólk leitað til trúnaðarmanns aðstoðarfólks.
 2. Sum mál geta hins vegar falið í sér þannig hagsmuni að NPA miðstöðin verður að grípa inn í. Í slíkum tilvikum þarf stjórn NPA miðstöðvarinnar, í samráði við framkvæmdastjóra o.fl. sem hafa haft aðkomu að málinu, að taka afstöðu til málsins og leggja fram tillögur að næstu skrefum til að leiða málið til lykta. Ef um gróft brot verkstjórnanda er að ræða, getur til að mynda verið nauðsynlegt að segja upp félagsaðildviðkomandi að NPA miðstöðinni. Með sama hætti gæti NPA miðstöðin þurft að segja aðstoðarmanneskju upp störfum, þó það sé ekki vilji verkstjórnanda.

Lögregla

Hverskyns ofbeldi skal tilkynna umsvifalaust til lögreglu og gera NPA miðstöðinni viðvart ef slík atvik koma upp. Til að fá samband við lögreglu skal hringja í 112 og óska eftir að ræða við lögreglu. Einstaklingar sem hafa persónulega talsmenn geta tilkynnt mál til lögreglu meðþeirra aðstoð. Einnig geta aðstoðarverkstjónendur leitað til lögreglu að ósk verkstjórnanda.

NPA miðstöðin getur að eigin frumkvæði tilkynnt mál til lögreglu séu mál talin nægjanlega alvarlegs eðlis.

Verkferar aðgerðaráætlunar

Hlutverk málsaðila

Aðili sem tilkynnir mál

Í flestum tilvikum verður einstaklingur, sem telur á sig hallað vegna tiltekins atviks, uppákomu, hegðunar, framkomu eða samskipta, að senda inn sérstaka tilkynningu um atvikið. Þetta á við um mál sem viðkomandi vill að NPA miðstöðin taki afstöðu til eða leysi úr. Tilkynningar eru sendar í gegnum sérstakt vefform á netinu. Aðili sem tilkynnir mál hefur stjórn á því  hver tekur á móti tilkynningunni og í hvaða farveg málið fer. Þannig stjórnar viðkomandi hvort hann vilji láta reyna á sættir og hvort viðkomandi unir sáttamiðlunartillögu eða ekki. Þá getur sá sem tilkynnir mál enn fremur dregið til baka mál eða fellt niður. NPA miðstöðin getur þó gripið til sérstakra ráðstafana og tilkynnt mál til lögreglu séu mál talin sérstaklega alvarlegs eðlis, þrátt fyrir að aðili vilji draga tilkynningu til baka.

Hlutverk NPA ráðgjafa

Velji aðili að tilkynna mál til NPA ráðgjafa hjá NPA miðstöðinni, ber ráðgjafanum að setja sig í samband við þann sem tilkynnir og í framhaldinu, annað hvort leiða úrvinnslu málsins eða koma því í viðeigandi farveg hjá öðrum, t.d. utanaðkomandi sáttamiðlara. Viðkomandi ráðgjafi er bundinn trúnaði, að sjálfsögðu að undanskildum þeim aðilum sem hann verður að upplýsa vegna úrlausnar málsins (t.d. sáttamiðlara eða framkvæmdastjóra).

Hlutverk mannauðsfulltrúa

Óski aðili eftir því að beina tilkynningu sinni ekki til ráðgjafa getur viðkomandi valið að málið sé sent til sérstaks mannauðsfulltrúa á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar. Tilkynningar til mannauðsfulltrúa eru einkum hugsaðar fyrir starfsfólk skrifstofunnar, en að sjálfsögðu er öðrum einnig velkomið að tilkynna sín mál til mannauðsfulltrúa.

Mannauðsfulltrúi hefur það hlutverk að taka á móti tilkynningum um brot gegn siðasáttmálanum og koma því máli í viðeigandi farveg. Mannauðsfulltrúi er, rétt eins og aðrir, bundinn trúnaði um efni tilkynningarinnar. Viðkomandi þarf þó að vinna tilkynninguna áfram og eftir atvikum innvinkla aðra viðeigandi aðila í málið, s.s. sáttamiðlara eða framkvæmdastjóra.

Hlutverk framkvæmdastjóra

Velji aðili að beina tilkynningu til framkvæmdastjóra NPA miðstöðvarinnar, ber honum að setja sig í samband við þann sem tilkynnir og í framhaldinu, annað hvort leiða úrvinnslu málsins eða koma því í viðeigandi farveg hjá öðrum, t.d. utanaðkomandi sáttamiðlara. Framkvæmdastjóri er bundinn trúnaði, að sjálfsögðu að undanskildum þeim aðilum sem hann verður að upplýsa vegna úrlausnar málsins t.d. sáttamiðlara eða stjórnmiðstöðvarinnar.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á ferlum aðgerðaáætlunarinnar og getur í sumum tilvikum þurft að hafa aðkomu að málum þó ekki hafi verið til hans leitað.

Hlutverk stjórnar NPA miðstöðvarinnar

Takist ekki sættir milli aðila eða sáttaleið er ekki viðeigandi eða möguleg getur stjórn NPA miðstöðvarinnar í sumum tilvikum þurft að skera úr um næstu skref til að leiða málið til lykta. Í slíkum málum er að öllum líkindum þörf á aðkomu framkvæmdastjóra og mögulegu samráði við trúnaðarmann eða eftir atvikum með ráðgjöf frá sáttamiðlara.

Stjórn NPA miðstöðvarinnar kemur að úrvinnslu tilkynninga ef svo vill til að framkvæmdarstjóri eða formaður tilkynni hvorn annan. Skal stjórn þá fá faglegan aðila, ótengdan NPA miðstöðinni, til þess að aðstoða við að leiða málið til lykta.

Hlutverk trúnaðarmanns NPA aðstoðarfólks

Lögbundið hlutverk trúnaðarmanns samkvæmt 9.gr.80/1938 er fylgjast með því að kjara,- félagsleg,- og borgaraleg réttindi launþega séu virt.

 • Trúnaðarmaður er tengiliður aðstoðarfólks við stéttarfélag og atvinnurekanda.
 • Trúnaðarmaður skal gæta þess að ráðningar- og kjarasamningar standi.
 • Trúnaðarmanni ber að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, miðla upplýsingum,  kynna breytingar og nýjungar.
 • Hlutverk trúnaðarmanns er að styðja við og vera til staðar fyrir aðstoðarfólk.
 • Aðstoðarfólk  getur snúið sér til trúnaðarmanns með umkvartanir sínar.
 • Trúnaðarmanni ber að rannsaka málið strax. Komist hann að því að umkvartanirnar eigi við rök að styðjast skal hann snúa sér til vinnuveitandans eða fulltrúa hans með umkvörtun og kröfu um lagfæringu. Allar upplýsingar sem berast trúnaðarmanni eru trúnaðarmál.

Hlutverk sáttamiðlara

Lögð er áhersla á að leita leiða til sátta þegar slíkt er unnt. Sáttamiðlun hefst með því að sá sem tekur á móti tilkynningunni setur sig í samband við þann sem tilkynnir og athugar vilja til sátta. Mikilvægt er að sá sem tilkynnir leggi mat á væntingar sínar og setji fram skýrar kröfur um úrbætur eða niðurstöðu í málinu. Sömuleiðis verður að vera vilji til staðar hjá þeim sem tilkynningin beinist gegn að hlusta á þann sem tilkynnir og leita leiða til sátta.

Það ræðst af eðli málsins, vilja málsaðila (bæði þolenda og meintra gerenda) og mati þess sem tilkynninguna fær, hvort utanaðkomandi sáttamiðlari og/eða sá sem fékk tilkynninguna leiða málið til lykta.  Til að sáttamiðlari sé fenginn til að miðla málum er nauðsynlegt að sáttavilji sé til staðar hjá málsaðilum.

Lausn ágreinings í sáttamiðlun snýst ekki einungis um að komast að réttri niðurstöðu, heldur er einnig hægt að ávarpa tilfinningar aðila, upplifun af ferli ágreiningsins og ræða lausnir í víðtækara samhengi heldur en annars væri að jafnaði tilefni til. Gott er ef það samtal leiðir til nýrra og varanlegra lausna.

Allt ferlið fer fram í trúnaði en þó gæti verið mikilvægt að skrá niðurstöður sátta.

Sálfræðilegur stuðningur

NPA miðstöðin hefur boðið sálfræðiaðstoð, verði fólk fyrir áfalli eða hafi verið undir langvarandi álagi í aðstæðum sem tengjast NPA. Þau sem koma að úrlausn málsins meta hvort ástæða sé til að bjóða málsaðilum sálfræðiaðstoð.

Skilgreiningar á ofbeldi

Eftirfarandi skilgreiningar á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi og fötlunarbundnu ofbeldi byggja á reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta. Skoðana ágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Ofbeldi er hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskenndrar sviptingar frelsis.

Fötlunarbundið ofbeldi er hegðun sem tengist fötlun þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi eða skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrirviðkomandi. Rannsóknir sýna að fatlað fólk, þá sérstaklega konur og börn, eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi an fólk almennt.

Sérstaða fötlunarbundins ofbeldis kemur til vegna margþætts valdaójafnvægis sem skapast þegar fatlað fólk er háð aðstoð annarra í daglegu lífi. Það getur skapað aðstæður sem fólk með brotavilja getur nýtt sér og þar með aukið líkurnar á því að ofbeldi eigi sér stað. Vegna fötlunar er viðkomandi líklegri til að vera fyrir t.d. fjárhagslegu ofbeldi, eignartjóni, upplifa hræðslu og þöggun, mæta skilningsleysi og hunsun í ólíkum aðstæðum, þvingandi aðstæður eða samskipti og frelsissviptingar.

Fatlað fólk er einnig líklegri til að verða fyrir ofbeldi og mismunun vegna kynþáttar, kyns, uppruna, aldurs, tungumáls, trúar, pólitískra og annara skoðana en ófatlaðir jafningjar.

  Eineltismál

  Dæmi um birtingamyndir

  Einelti er niðurlægjandi og særandi. Það getur bæði falist í því sem gert er og því sem látið er ógert. Einelti getur tekið á sig ýmsar myndir t.d:

  • Að starf, hæfni og verk starfsmanns/þátttakanda í starfi eru lítilsvirt.
  • Að draga að ástæðulausu úr ábyrgð og verkefnum.
  • Að gefa ekki nauðsynlegar upplýsingar.
  • Særandi athugasemdir.
  • Rógur eða útilokun frá félagslegum samskiptum.
  • Árásir á verkstjórnendur/aðstoðarverkstjórnendur/aðstoðarfólk/starfsfólk skrifstofu í starfi eða gagnrýni á einkalíf viðkomandi.
  • Að skamma verkstjórnendur/aðstoðarverkstjórnendur/aðstoðarfólk/starfsfólkskrifstofu í starfi eða gera hann að athlægi.
  • Líkamlegarárásir eða hótanir um slíkt.
  • Fjandskapur eða þögn þegar spurt er eða fitjað upp á samtali.
  • Móðgandi símtöl.
  • Lítilsvirðandi texti í tölvupósti eða öðrum skriflegum sendingum.
  • Óþægileg stríðni.
  • Niðurlæging eða auðmýking, t.d. vegna aldurs, kynferðis eða þjóðernis.
  • Þöggun.

  Yfirlit yfir hvert er hægt að leita og ferla mála

  Ef þú verður vitni að einelti:

  Hafðu siðasáttmála NPA miðstöðvarinnar í huga, sjá hér. Talaðu við geranda/gerendur, ef þú treystir þér til og láttu þá vita að þér finnist hegðun viðkomandi vera einelti. Þú getur jafnframt hvatt þolanda til þess að tilkynna málið. Sömuleiðis hvetjum við þig til að tilkynna atvikið.

  Ef þú hefur orðið vitni að einelti eða telur þig hafa orðið fyrir einelti:

  • Getur þú farið inn á tilgreint svæði á netinu til að tilkynna atvikið.
  • Þú velur hverjum tilkynningin er send og þá um leið hvern þú vilt ræða við eða hafi umsjón með málinu.
  • Varði málið sem þú vilt tilkynna, ráðgjafa eða framkvæmdastjóra skrifstofu, getur þú sent tilkynninguna til sérstaks mannauðsfulltrúa á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar.
  • Þú velur þá leið sem þér líður best með.     

  Næstu skref hjá þeim sem tekur við tilkynningu:

  • Nánari upplýsinga er leitað hjá þolanda og honum veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir aðilar eru ekki upplýstir um málið. Sálfræðistuðningur er boðinn ef tilefni er til.
  • Meintum geranda/gerendum er gerð grein fyrir tilkynningunni og að málið sé komið á borð NPA miðstöðvarinnar. Eftir eðli máls getur sá sem tekur á móti tilkynningu krafist breyttrar hegðunar strax.
  • Ef gerandi og þolandi sættast á það, má kalla þau saman á sáttafund, með eða án utanaðkomandi fagaðila. Síðan ákvarða þau í sameiningu hvernig samskiptum verður háttað í framhaldinu.
  • Ef gerandi og þolandi sættast á það, má kalla þau saman á sáttafund, með eða án utanaðkomandi fagaðila. Síðan ákvarða þau í sameiningu hvernig samskiptum verður háttað í framhaldinu.
  • Skrifuð er skýrsla um niðurstöðu málsins.

   Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi


   Dæmi um birtingamyndir

   Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi getur birst sem óvelkomið áreiti, andlegt ofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Upplifun þess sem fyrir ofbeldi verður getur verið mjög misjöfn og er hún mælikvarðinn á alvarleika ofbeldisins.

   Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi eða ofbeldi hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu þess sem fyrir ofbeldinu verður og einkennist oft af:

   • Misnotkun á valdi eða stöðu.
   • Andlegri kúgun og að sjálfsvirðingu sé misboðið.
   • Framkomu sem ætlað er að knýja einstaklinga til undirgefni og gera lítið úr þeim.
   • Endurtekinni áreitni eða niðurlægingu fyrir þann sem fyrir áreitninni verður.

   Kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og ofbeldi geta tekið á sig ýmsar myndir, t.d.:

   • Dónalegir brandarar og kynferðislegar athugasemdir í máli, myndum eða skriflegum athugasemdum.
   • Óviðeigandi spurningar um kynferðisleg málefni.
   • Snertingu sem ekki er óskað eftir.
   • Endurteknum beiðnum um kynferðislegt samband sem mæta áhugaleysi eða er hafnað.
   • Hótun um nauðgun.
   • Nauðgun.       

   Ef þú verður fyrir áreiti eða ofbeldi:

   • Getur þú leitað til lögreglu, sé málið þess eðlis.
   • Þú getur jafnframt leitað til framkvæmdastjóra, ráðgjafa, mannauðsfulltrúa eða formanns NPA miðstöðvarinnar.
   • Einnig er hægt að tilkynna atvik á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar þar sem tilkynningin ratar beint til viðeigandi aðila.
   • Þú velur þá leið sem þér líður best með.

   Við ráðleggjum þér eindregið að skrá niður atburðarrásina, t.d. tímasetningar, hugsanleg vitni, hvað var sagt og gert, hvernig þú brást við og hver upplifun þín var. Þetta skref getur verið mikilvægt til að styrkja þinn málstað.

    

   Næstu mögulegu skref:

   • Upplýsinga er leitað hjá þolanda og viðkomandi veittur stuðningur með trúnaðarsamtali eða ráðgjöf. Aðrir aðilar eru ekki upplýstir um málið.
   • Sé málið þess eðlis, er málinu vísað til lögreglu.
   • Gera meintum geranda/gerendum grein fyrir því að mál hafi verið tilkynnt og sé til úrlausnar hjá NPA miðstöðinni og eftir atvikum lögreglu. Mál af þessu tagi eru ávallt litin sérstaklega alvarlegum augum og mikilvægt að leggja áherslu á breytta hegðun þegar í stað.
   • Ef gerandi og þolandi sættast á það má kalla þau saman í ráðgjöf með fagaðila. Síðan ákvarða þau í sameiningu hvernig samskiptum verður háttað í framhaldinu.
   • Séu mál þess eðlis geta mál ratað á borð stjórnar NPA miðstöðvarinnar og getur stjórnin tekið ákvörðun um að vísa félagsmanni úr NPA miðstöðinni eða að binda endi á ráðningarsamband aðstoðarmanns.

         

   Gerð er hlutlaus athugun, af óháðum fagaðilum, á málsatvikum sem framkvæmdarstjóri NPA miðstöðvarinnar hefur umsjón með. Athugun getur falið í sér að rætt er við þolanda, geranda og aðra sem veitt geta upplýsingar um málið.

    Siðasáttmáli þessi var samþykktur á fundi stjórnar NPA miðstöðvarinnar þann 7.apríl 2022, kynntur á  félagsfundi 11. maí 2022 og borinn undiraðalfund 28. maí 2022.